top of page

Starfsemi


Hofsós er friðsælt sjávarþorp við austurströnd Skagafjarðar með yfir 400 ára sögu. Þjónustan á Hofsósi felur í sér valkosti eins og notalega veitingastaði, matvöruverslun, bensínafgreiðslu, sundlaug og tjaldsvæði. Við mælum með þessum stöðum...

hofsos-swimmingpool.JPG

Sundlaugin á Hofsósi

Sundlaugin á Hofsósi er á hraðri uppleið að verða ein þekktasta laug landsins sem og vinsælasti ferðamannastaður Skagafjarðar.

10 mínútna akstur

retro-mathus.jpg

Retro Mathús

Ef þér finnst gaman að fá þér hamborgara, pizzu eða bara poppa í drykk þá er þetta staðurinn fyrir frábæran mat á frábæru verði. Gestir okkar fá einnig 10% afslátt.

10 mínútna akstur

holar-cathedral.webp

30 mínútna akstur

Hóladómkirkja

Hólar eru einn sögufrægasti staður Íslands og biskupssetur um aldir. Kirkjan hefur staðið á Hólum frá 11. öld, en núverandi kirkja var reist 1763. 

ks-hofsos.jpg

10 mínútna akstur

KS - Matvörur og eldsneyti

KS er opið allt árið og bíður upp á matvöru, bílavörur, leikföng og margt fleira.

N1 selur eldsneyti.

fJALLAMYND.jpeg

30 minútna akstur

Langhús hestaleiga

Hestaleigan Langhúsum býður upp frábæra þjónustu sniðna að þínum þörfum. Langhús bíður meðal annars upp á vinsæla reiðtúra sem er tilvalið fyrir fjölskyldur eða vini til að skapa ógleymanlegar minningar með íslenska hestinum. Skoðaðu heimasíðuna þeirra:

icelandichorse.is

vesturfara-4.jpg

10 mínútna akstur

Vesturfarasetrið

Vesturfarasetrið er sögusafn og miðstöð íslenskra forfeðrarannsókna. Sýningar safnsins segja sögu þeirra þúsunda Íslendinga sem fóru til Kanada og Bandaríkjanna á árunum 1870-1914. Safnið er opið daglega frá 11:00-18:00, 1. júní - 1. september og eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni hofsos.is.

bottom of page